Skíðaferð SSS til Austurríkis


Þann 8. janúar sl. héldu 12 skíðakrakkar frá SSS í 10 daga æfingaferð til Austurríkis ásamt þjálfara og foreldrum. Skíðað var á Wildkogel skíðasvæðinu við Neukirchen, skammt frá Salzburg. Hópurinn frá SSS taldi samtals 29 manns og vorum við þar í nær 100 manna hópi Íslendinga sem þar voru í sama tilgangi. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og voru krakkarnir okkar til fyrirmyndar í hvívetna og duglegir bæði við æfingar og leik.

Myndir og texti: Ingvar Erlingsson.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is