Skíðaæfingar Skíðafélags Siglufjarðar


Loksins er snjórinn kominn og skíðaæfingar byrjaðar á fullu hjá okkur í Skíðafélagi Siglufjarðar. Við bjóðum nýja lyftufæra iðkendur velkomna á æfingar.

Börn fædd árið 2005 og yngri æfa á mánudögum og föstudögum kl. 16.30-18.00 og á laugardögum kl. 11.00-13.00.

Börn fædd árið 2004 og eldri æfa á mánudögum og fimmtudögum kl. 16.30-18.00, á laugardögum kl. 14.00-16.00 og á sunnudögum kl. 11.00-13.00.

Þjálfari er Þorsteinn Þorvaldsson.

Vinsamlegast sendið póst á stinaanna7@gmail.com eða steini1442@gmail.com áður en iðkandi mætir á sína fyrstu æfingu. Með því er hægt að taka á móti honum.

 

Byrjendakennsla í Skarðinu um helgar!

Egill mun lána skíðabúnað endurgjaldslaust.

Fyrsti tími 30 mínútur frítt.

Annar tími 30 mínútur 1.500 kr.

Hringið í Egil í Skarðinu (s. 893-5059) og pantið tíma.

 

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is