Skemmtilegt bekkjarkvöld


Í gær héldu nemendur í 1. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar bekkjarkvöld í
neðra húsi með fjölskyldum sínum og voru þar með upplestur, brandara,
leikþætti, söng og dans, og buðu til veislu að þessu loknu. Var þetta
hin besta skemmtun í alla staði og þeim og kennara þeirra, Mundínu
Valdísi Bjarnadóttur, til mikils sóma.

Á laugardaginn kemur, 28. maí, frá kl. 11.00 til 14.00, verður haldin sýning á verkum nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar í skólahúsinu við Norðurgötu. Á sýningunni má sjá verk eftir nemendur í yngri deild á Siglufirði og eldri deild skólans.

Önnur sýning verður á Sjómannadag á verkum nemenda í yngri deild í Ólafsfirði.

Sjá hér.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is