Skemmtiferðaskipið MS Fram kemur í heimsókn á morgun


Á morgun, fimmtudag, heimsækir skemmtiferðaskipið MS Fram frá Hurtigruten í Noregi Siglufjörð. Skipið mun liggja við bryggju frá kl. 15.00 til 22.00. Mjög lítil dagskrá er skipulögð fyrir farþega á meðan dvöl þeirra stendur og hafa þeir því mjög rúman frítíma og má því búast við að flestir nýti tímann til að ganga um bæinn og skoða sig um.

Eru veitingastaðir, kaffihús, gallerí, vinnustofur – og allir sem áhuga hafa, hvattir til þess að hafa opið hjá sér seinnipartinn á morgun og bjóða skipsfarþegana velkomna til Siglufjarðar. Vel hefur reynst að hafa skilti utan við dyr eða jafnvel að hafa opið út, svo ekki fari á milli mála að það sé opið.

Von er á fimm skemmtiferðaskipum til viðbótar í sumar – bæði í júní og júlí.

MS Fram við Spitzbergen.

Skipið mun leggja að bryggju hér kl. 15.00 á morgun.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is