Skemmtiferðaskip í sumar


Komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar verða alls 14 þetta sumarið. Sú fyrsta var 22. maí, Ocean Diamond, og í morgun var MS Fram – Hurtigruten á leið inn fjörðinn en sneri við því ekki var talið álitlegt að leggjast að Óskarsbryggju í sunnan hvassviðrinu sem þá var.

Í fyrramálið er von á Ocean Diamond og einnig 5. júní, 14. júní, 23. júní, 2. júlí og 11. júlí. Þann 15. júlí kemur National Geographic Explorer, 20. júlí Ocean Diamond, 20. júlí MS Deutschland, 24. júlí National Geographic Explorer, 23. ágúst Ocean Majesty og 27. ágúst Ocean Diamond.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]