Skemmtiferðaskip 2017


Ranglega var frá því greint á Vísi.is í gær, og Fréttablaðinu þar á undan, að von væri 33 skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar á næsta ári. Hið rétta er að skemmtiferðaskipin, sem þegar hafa bókað sig, eru 7 talsins en munu hins vegar koma alls 33 sinnum, með alls 4.780 farþega, samkvæmt upplýsingum frá Anitu Elefsen, forstöðumanns Síldarminjasafn Íslands.

Skipin sem um ræðir eru eru Le Soleal, M/Y Callisto, National Geographic Orion, Ocean Diamond, Ocean Majesty, Silver Explorer og Spitsbergen. Þeirra stærst eru Le Soleal, 142 m að lengd og 10.990 brúttótonn, og Ocean Majesty, 135 m langt og 10.420 brúttótonn.

Til samanburðar voru komur skemmtiferðaskipa hingað í ár 14 að tölu. Ekki er að efa að gríðarmiklar framkvæmdir á og við Hafnarbryggjuna – lagfæring, stækkun og dýpkun – tengjast þessari aukningu.

Fyrsta heimsóknin er væntanleg 19. maí 2017 og sú síðasta 11. september.

Sjá nánar í töflunni hér fyrir neðan.

skemmtiferdaskip_2017

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]
Tafla: Anita Elefsen / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]