Skeggrætt við hreiðrið


Siglfirðingurinn Rögnvaldur Gottskálksson prýðir forsíðu Morgunblaðsins þennan daginn, ásamt vinkonu sinni úr fuglaríkinu. En þannig er, að heiðagæsin sem þarna liggur á eggjum sínum er nýlegur landnemi í Héðinsfirði. Á þessum sama bletti hefur hún verpt síðastliðin þrjú sumur og komið upp ungum. Er þetta talinn vera nyrsti þekkti varpstaður hennar á Íslandi. Rögnvaldur hefur fylgst með henni frá upphafi, 2017, og heimsækir hana nær daglega og hefur tekist að ávinna sér traust hennar smám saman, svo að nú getur hann verið innan við einn metra frá henni, án þess að hún láti það trufla sig.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]
Fylgja: Forsíða Morgunblaðsins í dag.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]