Skarðsvegurinn sjötíu ára


Það var á þessum degi, 27. ágúst, árið 1946 sem fyrsta fólksflutningabifreiðin komst yfir Siglufjarðarskarð og er oftast miðað við að vegurinn hafi verið tekinn í notkun þann dag. Reglulegar áætlunarferðir yfir Skarð hófust strax daginn eftir.

Í blaðafréttum kom fram að bifreiðastjórinn, Baldvin Kristinsson, hefði þurft aðstoð við að komast yfir 600 metra kafla sem ekki var fullfrágenginn. Bifreiðin, K 71, kom til Siglufjarðar um klukkan fjögur síðdegis þennan dag. Þar með var einangrun Siglufjarðar rofin en unnið hafði verið að vegagerðinni í tólf sumur.

Strákavegurinn leysti Skarðsveginn af hólmi árið 1967.

1946-08-28-thjodviljinn-mjolnir-2Myndir: Af Tímarit.is.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is