Skarðsdalurinn


Hið annálaða skíðasvæði okkar verður
opið í dag frá kl. 15.00 til 20.00. Veðrið er afbragð og færið ekki
síðra. Á Siglo.is kemur fram, að grunnskólabörn úr Ólafsfirði hafi verið
í heimsókn þar efra í morgun og notið lífsins. Opnunardagar eru komnir í
87 og gestir að smella í 9.000 og enn er samt mánuður eftir af
tímabilinu, en síðasti opnunardagur er 1. maí.

Skíðakennsla fyrir fullorðna verður aukinheldur í dag frá kl. 18.00-20.00.

Kristján Sturlaugsson kann þetta allt.

Og svo eru aðrir komnir aðeins skemur í íþróttinni, eins og gengur.

Sjöfn Ylfa Egilsdóttir kýs snjóbrettið.

Enn aðrir, eins og þessir hressu 1. bekkingar, Kristinn Dagur Guðmundsson og Hafsteinn Úlfar Karlsson, velja sleðann.

En burtséð frá því hvaða farartæki eru notuð er svæðið hreint afbragð.

Þetta verður eiginlega ekki flottara.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is