Skapi 100 störf á Sigluf­irði


Gangi áætlan­ir líf­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Genís á Sigluf­irði eft­ir munu allt að 100 manns starfa hjá því inn­an fimm ára. Ró­bert Guðfinns­son, for­stjóri þess, seg­ir að mik­il tæki­færi fel­ist í sölu og markaðssetn­ingu á vör­um fyr­ir­tæk­is­ins sem eru fæðubót­ar­efni sem hafa að geyma kítín­fá­sykr­ur sem fram­leidd­ar eru úr rækju­skel.

„Ef ég verð ekki með 80 til 100 manns í vinnu á Sigluf­irði og 20 millj­arða króna veltu eft­ir 4 til 5 ár mun ég líta svo á að mér hafi mistek­ist,“ seg­ir Ró­bert í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag en nú starfa 15 manns hjá fyr­ir­tæk­inu í bæj­ar­fé­lag­inu.

Genís hef­ur nú þegar fjár­fest 2 millj­arða í rann­sókn­ir, vöruþróun og fram­leiðslu og get­ur það nú þegar fram­leitt um 100 þúsund mánaðarskammta af vör­unni Benecta sem það hef­ur haft til sölu hér á landi síðasta árið.

Mbl.is greinir frá þessu.

Mynd: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is