Skákþingi Norðlendinga lýkur á morgun


Davíð Kjartansson er efstur á Skákþingi
Norðlendinga sem haldið er þessa dagana á Siglufirði. Hann er með 5
vinninga eftir sex umferðir. Áskell Örn Kárason er í 2. sæti með
4,5 vinning og alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason í 3. sæti,
einnig með 4,5 vinning. Síðasta umferð verður tefld í fyrramálið, hefst
kl. 10.30. Þá etur Siglfirðingurinn Páll Ágúst Jónsson, sem er með 4 vinninga, kappi við efsta mann.

Sjá nánar hér.

Siglfirðingurinn Páll Ágúst Jónsson (t.h.) teflir við Davíð Kjartansson í fyrramálið,

efsta mann á Skákþingi Norðlendinga.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is