Skákþing Norðlendinga 2016


Skákþing Norðlendinga 2016 verður haldið í safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju helgina 26. til 28. ágúst næstkomandi. Skákfélag Siglufjarðar sér um mótshaldið. Mótið er opið öllu skákáhugafólki. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, þ.e.a.s. fjórar atskákir og þrjár kappskákir. Mótið verður reiknað til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga. Skákstjóri verður Ingibjörg Edda Birgisdóttir. Núverandi Skákmeistari Norðlendinga er Jón Kristinn Þorgeirsson frá Akureyri.

Þátttökugjaldið í mótið er krónur 3.000 fyrir 17 ára og eldri, en 1.500 krónur fyrir 16 ára og yngri. Skráning er hafin og fer hún fram á hér á síðunni, efst til hægri.

Hraðskákmót Norðlendinga 2016 verður svo haldið sunnudaginn 28. ágúst á sama stað en það hefst ekki fyrr en kl. 15.00. Ekkert þátttökugjald er í það mót. Núverandi Hraðskákmeistari Norðlendinga er áðurnefndur Jón Kristinn Þorgeirsson frá Akureyri.

Bakhjarlar þessara skákmóta tveggja eru Arion banki, Hótel Siglunes, Rammi, Samkaup/Úrval, Siglufjarðarkirkja, Skáksamband Íslands, SR-vélaverkstæði og Verkfræðistofan Grundun.

Sigurður Ægisson, formaður Skákfélags Siglufjarðar, veitir allar frekari upplýsingar. Símanúmer hans eru 467-1263 og 899-0278 og netfang [email protected]

Skákþing Norðlendinga 2016

Mynd: Fengin af Netinu.
Dagskrá og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]