Skákþing Norðlendinga 2011


Skákþing Norðlendinga 2011 verður
haldið í Safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju helgina 8.-10. apríl
næstkomandi. Það er Skákfélag Siglufjarðar sem sér um mótshaldið. Mótið
er opið öllu skákáhugafólki. Tefldar verða 7 umferðir eftir
Monradkerfi, þ.e.a.s. 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótið verður reiknað
til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga. Skákstjóri verður Páll
Sigurðsson. Skráning er hafin.

Skákþing Norðlendinga 2011 verður haldið á Siglufirði 8.-10. apríl næstkomandi.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is