Skákmeistari Norðlendinga 2016


Fide-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2254) varð hlutskarpastur á Skákþingi Norðlendinga 2016 sem lauk fyrr í dag á Siglufirði. Í öðru sæti varð Fide-meistarinn Þröstur Árnason (2255) og í þriðja sæti Halldór Halldórsson (2247). Þeir hlutu allir fimm og hálfan vinning af sjö mögulegum, en innbyrðis stigareikningur réði endanlegum úrslitum.

Skákmeistari Norðlendinga 2016 varð Sigurður Arnarson (2013), því enginn hinna er með lögheimili nyrðra.

Efstur skákmanna undir 1800 skákstigum (með lögheimili á Norðurlandi) varð Eymundur L. Eymundsson (1693), með þrjá og hálfan vinning, og efstur stigalausra (með lögheimili á Norðurlandi) varð Jón Magnússon, með tvo vinninga.

Sjá nánar hér.

Á Hraðskákmóti Norðlendinga 2016 sem haldið var að loknu skákþinginu stóð Sigurður Daði einnig uppi sem sigurvegari, í öðru sæti varð Stefán Bergsson (1993), sem jafnframt hlaut titilinn Hraðskákmeistari Norðlendinga 2016, og í þriðja sæti varð Elsa María Kristínardóttir (1838).

 

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is