Skafl í Alþýðuhúsinu og víðar


Skafl er tilraunaverkefni sem fram fer hér í bæ í fyrsta sinn helgina 3.-5. mars. Þar koma saman nokkrir kraftmiklir lista- og leikmenn sem hafa sérstakan áhuga á snjó og hafa jafnvel unnið með hann í verkum sínum. Eins og gefur að skilja eru snjóskaflar alla jafna orðnir ansi háir við umferðagötur á Siglufirði í mars, og er meiningin að kanna möguleika skaflanna sem uppsprettu listaverka.

Dagskráin verður sem hér segir:

  • Föstudag 3. mars kl. 14.00-18.00 verður unnið í og með snjóinn á gamla fótboltavellinum á Siglufirði sem Alþýðuhúsið stendur við.
  • Laugardag 4. mars kl. 14.00-18.00 opnar Hrafnkell Sigurðsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu. Hún verður svo opin daglega kl. 14.00-17.00 þegar skilti er úti og stendur til 19. mars.
  • Laugardag 4. mars kl. 15.00-18.00 verður sýning og uppákomur á gamla fótboltavellinum og við Alþýðuhúsið.
  • Sunnudag 5. mars kl. 14.30-15.30 sjá Örlygur Kristfinnsson og Jón Laxdal um sunnudagskaffi með skapandi fólki.
    Kaffi, kakó og meðlæti í boði. Allir velkomnir.

Þátttakendur í SKAFLI 2017 eru:
Brák Jónsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Jan Voss, Aðalsteinn Þórsson, Arna Guðný Valsdóttir, Örlygur Kristfinnsson, Jón Laxdal, Jónína Björg Helgadóttir, Michael Coppelov, J. Pasila, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Valur Þór Hilmarsson.

Aðalheiður hlaut menningarstyrk frá Eyrarrósinni nú um daginn, og aðrir styrktaraðilar menningarstarfsins í Alþýðuhúsinu eru Fjallabyggð, Eyþing/uppbyggingarsjóður, Fisk kompaníið og Egilssíld.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is