Sjúkraleyfi


Eins og lesendur hafa tekið eftir hefur ekkert verið sett inn af fréttum hér undanfarna daga. Ástæðan fyrir því er sú, að umsjónarmaður vefsins hefur verið rúmliggjandi eftir að hafa verið skorinn upp á föstudaginn var, 27. mars. Er hann reyndar kominn í mánaðar sjúkraleyfi í kjölfarið.

Hvað prestsstörfin varðar mun sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis, leysa undirritaðan af, að mestu leyti. Sími hans er 897 3302.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is