Sjóstangaveiðimótið – fyrri dagur


Aðsent (Guðmundur Gauti Sveinsson):

Síldardagar hófust í dag með
sjóstangaveiðimóti Sjósigl. Farið var frá bryggju kl. 00:60 og mátti
veiða til kl. 14:00. Að venju var mikið af fólki samankomið til að taka á
móti bátunum, þegar þeir fóru að tínast í land. Voru aflabrögð með
ágætum að sögn aðstandenda mótsins. Á morgun er síðan seinni dagur mótsins
og um kvöldið lokahóf í Allanum þar sem verðlaun verða veitt fyrir
aflahæsta keppanda, flestar tegundir, stærsta fiskinn og fleira.

Línubátarnir Þórkatla GK og Hópsnes GK lönduðu einnig og var góður afli hjá þeim báðum.

Undirritaður var með myndavélina að
vopni í dag en gleymdi sér í kaffi og kökum hjá Valgeiri í Hafnarkaffi,
en náði þó að smella af nokkrum myndum. Hér koma þær og tala sínu máli.

Myndir og texti: Guðmundur Gauti Sveinsson

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is