Sjór flæddi inn á bílastæði


Vegna óvenju hárrar sjávarstöðu í gærkvöldi og nótt og lægðarinnar í ofanálag flæddi sjór upp á land hér og þar í innri höfninni um og upp úr miðnætti, þ.m.t. inn á bílastæði norðan við Sigló Hótel. Lítið varð þó úr illviðrinu sem átti að ryðjast yfir Tröllaskagann og nánast engin varð ofankoman.

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin um kl. 13.00 í dag. Vel sést hvernig sjórinn hefur runnið yfir planið og brætt snjófölina hægra megin.

Rúv.is birti þessa frétt í morgun.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is