Sjö milljónir króna til siglfirskra verkefna


Á vef iðnaðarráðuneytisins í dag kemur fram, að búið sé að úthluta styrkjum úr verkefninu Atvinnusköpun í Sjávarbyggðum, sem byggir á tekjum af svokölluðum skötuselspeningum, þ.e.a.s. sölu aflaheimilda fiskveiðiárin 2009/2010 og 2010/2011 til að veiða skötusel og til frístundaveiða, sbr. lög um stjórn fiskveiða.

?Mikill áhugi var á verkefninu en alls bárust 123 umsóknir víðsvegar að af landinu. Eftir umfjöllun stjórnar Atvinnusköpunar í sjávarbyggðum var gerð tillaga um að styrkja 32 verkefni,  sem var í framhaldinu staðfest af iðnaðarráðherra. Áhersla var lögð á að styðja verkefni sem fela í sér nýsköpun, þekkingaryfirfærslu og hugverk sem byggja á styrkleikum sjávarbyggða. Ennfremur var horft til þess að styrkja stærri samstarfsverkefni fyrirtækja, háskóla og rannsóknarstofnanna þar sem fram komu skýrar hugmyndir um afurðir í formi vöru eða þjónustu sem skila varanlegum verðmætum og atvinnu,? segir þar ennfremur.

Alls voru 109 milljónir til ráðstöfunar. Af þeim komu sjö milljónir í hlut þriggja siglfirskra fyrirtækja. Þau eru Primex ehf, í verkefnið Markaðssókn kítósanafurða erlendis (3.000.000), Rauðka, í verkefnið Sigló city (2.000.000) og Siglól Ehf, í verkefnið Síldarréttir frá SiglÓl ehf. (2.000.000).

Sjá nánar hér.

Búið er að úthluta styrkjum úr verkefninu Atvinnusköpun í
Sjávarbyggðum,

sem byggir á tekjum af svokölluðum skötuselspeningum,

þ.e.a.s. sölu aflaheimilda fiskveiðiárin 2009/2010 og 2010/2011

til að
veiða skötusel og til frístundaveiða.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is