Silkitoppur í heimsókn


Silkitoppur hafa verið að sjást víða á Íslandi að undanförnu. Þessi ungfugl á myndinni hér fyrir ofan, sem tekin var á Hvanneyrarhólnum á Siglufirði á laugardag, er í þeirra hópi.

Silkitoppur verpa í norðanverðri Skandinavíu og fylgja þaðan barrskógabeltinu austur um Rússland og í Norður Ameríku. Þær eru miklar berjaætur. Þegar fæðuframboðið minnkar leggjast þær í flakk og sjást þá í vestanverðri Evrópu, m.a. hér á landi, og eru þá sólgnar í epli og þvíumlíkt. Þær koma yfirleitt í byrjun vetrar en hverfa á brott þegar líða tekur á, vanalega í apríl.

Mynd: Mikael Sigurðsson │ [email protected]
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]