Silkitoppa í heimsókn


Aðfaranótt þriðjudagsins 3. maí snjóaði fyrir norðan, þ.m.t. í Siglufirði, og út úr muggunni kom óvænt silkitoppa, blaut og hrakin. Hún náðist snemma morguns, var komið inn í hlýjuna um stund til þerris og fékk svo á hægri fót sinn númerað álmerki frá Náttúrufræðistofnun Íslands og var sleppt að því búnu.

Silkitoppa verpir í furuskógum nyrst í Evrópu, Síberíu og Ameríku. Utan varptíma lifir hún á berjum og flakkar sum ár, ef fæðuskortur er, í hópum út fyrir vetrarheimkynni sín. Oftast sést hún á Íslandi í nóvember og þar í kring og er þá sólgin í epli og þvíumlíkt. Undantekning er að sjá hana á þessum árstíma hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is