Síldarsögur


„Herring Tales – Síldarsögur – er nafn á nýrri bók sem kom út um miðjan september á vegum Bloomsbury útgáfunnar í London. Höfundurinn, Donald S. Murray, segir þar frá mikilvægi síldarinnar fyrir þjóðir Evrópu frá alda öðli. Hvernig Silfur hafsins mótaði smekk og sögu manna, eins og undirtitill bókarinnar hljómar. Ennfremur segir í kynningartexta útgáfunnar: Við sláumst í för frá vesturströnd Noregs, til austurstrandar Englands, frá Shetlands- og Hebrideseyjum til fiskihafna í Þýskalandi og Hollandi, ferð sem nær hámarki í heimsókn á Síldarminjasafn Íslands. Donald S. Murray fléttar saman sögur af þessum fiski sem lék meginhlutverk í lifnaðarháttum forfeðra okkar, skráir hvernig síldinni – og fólkinu sem henni tengdust – er gert hátt undir höfði í myndlist, bókmenntum, handverki, tónlist og þjóðsögum Norður-Evrópuþjóða.

Höfundur heimsótti Siglufjörð í febrúar 2015 – að áeggjan Oliver Sacks, hins fræga lífeðlisfræðings og rithöfundar – og tileinkar hann síðasta kafla bókarinnar Síldarminjasafninu. Safnhúsin Grána og Bátahúsið prýða að auki bókarkápu.“

Þetta má lesa á heimasíðu Síldarminjasafnsins.

Sjá nánar þar.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Fenginn af heimasíðu Síldarminjasafnsins.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is