Síldarminjasafnið hlýtur viðurkenningu frá TripAdvisor


?Á dögunum barst Síldarminjasafninu viðurkenningarskjal frá TripAdvisor,
sem er stærsta ferðasíða heims en þar geta ferðamenn gefið þeirri
þjónustu sem þeir nýta á ferðum sínum einkunn. Síldarminjasafnið hlýtur
viðurkenningu fyrir allar þær góðu umsagnir sem það hefur fengið á
vefsíðunni en á undanförnum árum hafa gestir safnsins gefið því mjög háa
einkunn og er meðaleinkunn safnsins 4,5 af 5 mögulegum.? Þetta má lesa í nýrri frétt á
heimasíðu safnsins.

Sjá nánar þar.

Síldarminjasafnið hlaut nýverið eftirsótta viðurkenningu frá TripAdvisor.
Ekki ónýtt það.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Texti: Síldarminjasafn Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is