Síldardagar hefjast á morgun


Síldardagar á Siglufirði hefjast á morgun og verða til 29. júlí en þá tekur Síldarævintýrið við og er til 2. ágúst. Um er því að ræða 10 daga skemmtun fyrir alla fjölskylduna, eins og segir í prentuðum fjórblöðungi sem borinn var í hús í Fjallabyggð í gær.

Síldardagarnir byrja með sjóstangaveiðimóti, þar sem lagt verður úr höfn kl. 08.00, og um kvöldið eru svo tónleikar í Allanum með Ragnari Bjarnasyni og félögum og ball á eftir, þar sem Miðaldamenn halda uppi fjörinu.

Á laugardag kl. 13.00 er Hippamarkaður í Ketilási, og á sama tíma Síldarsöltun á planinu við Roaldsbrakka og ýmislegt fleira í gangi. Og um kvöldið eru tveir dansleikir, annar í Ketilási, þar sem Hafrót treður upp, með Siglfirðingana Árna Jörgensen og Rafn Erlendsson innanborðs, sá hefst kl. 22.00 og er með aldurstakmarkið 40 ár (en yngri geta komið í fylgd með þeim sem náð hafa lágmarkinu), og hinn í Allanum kl. 24.00, undir spili Miðaldamanna.

Sjá nánar á vinstri spalta hér á Forsíðunni (Síldarævintýrið 2010) eða á Sildardagar.is eða þá Fm.trolli.is.

Mjög vel er að þessu staðið og dagskráin viðamikil og glæsileg og ljóst að framundan eru miklar gleðistundir í bænum okkar og nánasta umhverfi.

Síldin er glæsileg og ástæðan fyrir öllu tilstandinu næstu daga á Siglufirði.

Ragnar Bjarnason og félagar um verslunarmannahelgina í fyrra, þá í Bátahúsinu.

Saltað verður á planinu við Roaldsbrakkann á laugardag kl. 15.00.

Og svo til að koma þeim í réttan gír sem ætla á hippaballið í Ketilási.

Þetta er hljómsveitin Stormar, líklega árið 1965. Talið frá vinstri: Gestur Guðnason, Ómar Hauksson,

Árni Jörgensen, Hallvarður Óskarsson og Theódór Júlíusson.


Mynd af síldartorfu:
http://www.marlab.ac.uk/Uploads/Images/PelagicFisheries-Herring.jpg.

Mynd af Ragnari Bjarnasyni og félögum: Tómas Jónasson.

Mynd af síldarsöltun og texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Mynd af Stormum: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is