Síldardagar á fullu


Síldardagar hófust kl. 16.00 á fimmtudag í síðustu viku, 23. júlí, með lifandi viðburði á Ljóðasetrinu, og standa fram að Kertamessu í Siglufjarðarkirkju fimmtudagskvöldið 30. júlí næstkomandi, þegar Síldarævintýrið hefst formlega. Hefur verið mikið um dýrðir og verður áfram.

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin fyrr í dag þegar verið var að setja upp tjald Sirkuss Íslands á gamla malarvellinum. Fyrsta sýning þar af mörgum hefst á fimmtudag kl. 17.00.

Dagskrá hátíðarinnar má annars nálgast hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]