Síldarævintýrið: Föstudagur og laugardagur


Síldarævintýrið hélt áfram í gær. Formleg dagskrá hófst þá á Ráðhústorgi
kl. 16.00 en var síðan að finna á öðrum stöðum líka, kl. 17.00 t.d. í
Þjóðlagasetrinu, þar sem Ragnar Jónasson las upp úr væntanlegri
spennusögu sinni, og á Rauðkutorgi þegar fór að kvölda.

Þá vöktu gospeltónleikar mikla hrifningu, en þeir hófust á aðalsviðinu kl. 20.00. Og fleira gott var í boði þar á eftir.

Á gamla
malarvellinum var brekkusöng startað og varðeldur kveiktur um miðnættið við einróma lof
gesta.

Í dag hefur verið bjart og fallegt veður og margt um að vera, en þokan hangir fyrir utan, ekki svo ýkja langt í burtu.

Hér koma nokkrar svipmyndir frá því í gær og dag.

Heldrimenn riðu á vaðið kl. 16.00 í gær og skemmtu fólki.


Svo var beðið um hópmynd af gæjunum.


Ragnar Jónasson las upp úr væntanlegri skáldsögu sinni sem gerist m.a. á Siglufirði.

Greinilegt er að hann hefur lagt mikla vinnu í að hafa allar staðháttalýsingar réttar.

Og ekki er verra að bókin er æsispennandi.


Setið var þarna og einnig frammi á gangi og margir stóðu að auki.


Um miðjan dag var Hlöðver Sigurðsson á aðalsviðinu.

 

Margt er af húsbýlum og öðrum farartækjum með gistibúnað.


Horft yfir miðbæinn.

Rauðkutorg og smábátahöfnin.

Og aðeins lengra í austur.Og þokuskömmin hékk fyrir utan um miðjan laugardag.


Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is