Síldarævintýrið á frímerki


Pósturinn gefur út á fimmtudaginn kemur, 8. maí, aðra seríu af frímerkjum tileinkuðum íslenskum bæjarhátíðum. Að þessu sinni er eitt þessara frímerkja tileinkað Síldarævintýrinu á Siglufirði. Merkið er einstaklega fallegt, eins og hin, en þau eru öll handteiknuð af Lindu Ólafsdóttur. Þetta er sannarlega mikill heiður fyrir hátíðina og Siglfirðinga; það er ekki hvað sem er sem kemst á frímerki.

Sjá nánar hér.

Mynd: Skjáskot af heimasíðu Póstsins.

Texti: Sigurður Ægisson sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is