Sigurvin kominn á flot á ný


Upp úr hádegi í dag var björgunarskipið Sigurvin híft af Óskarsbryggju
og ofan í sjó og ætti því að vera orðið klárt í slaginn. En eins og
lesendur eflaust muna hafði það verið tekið upp 13. september í
reglubundna klössun, þar sem botninn var m.a. hreinsaður og málaður.

Þarna er verið að skipta um fenderlista, 12. október.

Og þarna er Sigurvin kominn á flot á ný.Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is og Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is