Sigurvin að verða klár í slaginn


Eins og fram kom hér á vefnum um daginn er björgunarskipið Sigurvin
uppi á Óskarsbryggju um þessar mundir í klössun. Nokkuð er síðan botninn var
hreinsaður og málaður, en enn er eftir að ganga frá ýmsu smálegu, s.s.
að gera við fenderlistann (gummílistann), áður en fleyið verður sjósett á
ný.

Myndirnar sem fylgja voru teknar á laugardaginn var, 18. september.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is