Sigurvin á Óskarsbryggju


Í gær var björgunarskipið Sigurvin tekið upp á Óskarsbryggju og er þar
enn. Að sögn Ómars Geirssonar, varaformanns Björgunarsveitarinnar
Stráka, er þetta vegna reglubundinnar skoðunar sem á að fara fram
annað hvert ár.

Botninn verður þrifinn og málaður og ýmislegt annað smálegt lagfært í
leiðinni og svo mun skoðunarmaður líta á
fleyið og sé allt eins og það á að vera fær Sigurvin nýtt
haffæriskírteini.

Það er JE-vélaverkstæði ehf. sem sér um verkið.


Sigurvin var hífður upp á Óskarsbryggju í gær.Ástæðan er venjubundið eftirlit.


Töluvert af hrúðurkörlum er víða á bol og skrúfum.


Þeir verða fjarlægðir, sem og aðrar ásætur úr hafinu.
Og botninn síðan málaður.Þegar allt verður orðið klárt mun Sigurvin fá nýtt haffæriskírteini.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is