Sigurjón þrefaldur Íslandsmeistari


Á sunnudaginn var, 10. apríl, tók frjálsíþróttakappinn Sigurjón Sigtryggsson þátt í Íslandsmóti fatlaðra í frjálsum íþróttum en mótið fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í Reykjavík. Sigurjón keppti í fjórum greinum að þessu sinni í flokki 16-17 ára og kom heim hlaðinn verðlaunum. Hann bar sigur úr býtum í þremur greinum: 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og kúluvarpi og varð annar í langstökki.

Sigurjón hefur tekið miklum framförum í hinum ýmsu greinum frjálsra íþrótta undanfarin ár og bætti fyrri afrek sín verulega á þessu móti. Hann undirbýr sig nú af kappi fyrir Special Olympics leikana í Aþenu í sumar og árangur hans á þessu móti sýnir að hann er svo sannarlega á réttri leið. Hann er án efa ein af vonarstjörnum Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum.

Sigurjón bar m.a. sigur úr býtum í kúluvarpi.

Og er þrefaldur Íslandsmeistari.


Myndir og texti: Þórarinn Hannesson | hafnargata22@hive.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is