Sigurjón í stöðugri sókn?Sigurjón hefur staðið sig með prýði hér í Aþenu á stærsta íþróttaviðburði sem fer fram í heiminum í ár,? skrifar Þórarinn Hannesson á bloggsíðu sinni í dag. ?Hann varð í 5. sæti í sínum úrslitariðli í 400 metra hlaupinu í fyrradag og bætti tíma sinn um 1 sekúndu frá undankeppninni. Þessi tími er sá 10. besti í flokki 16-17 ára á Íslandi í sumar. Í gær keppti hann svo í undankeppni í spjótkasti og varð annar, á sunnudag keppir hann til úrslita og þar eru möguleikar á verðlaunasæti ef allt er eðlilegt. Við höfum það annars mjög gott í ferðinni í steikjandi hita. Bestu kveðjur heim frá okkur báðum.?

Flottir.

Frá Aþenu.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Þórarinn Hannesson | hafnargata22@hive.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is