Sigurður Valur Ásbjarnarson endurráðinn bæjarstjóri Fjallabyggðar


?Á bæjarstjórnarfundi í gær, þann 3. júlí 2014, samþykkti meirihluti bæjarstjórnar að endurráða Sigurð Val Ásbjarnarson sem bæjarstjóra í Fjallabyggð til næstu fjögurra ára. Ljóst er að Sigurður Valur býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem mikilvæg er í þeim fjölmörgu verkefnum sem að sveitarfélaginu snúa. Forseta bæjarstjórnar er falið að gera ráðningarsamning við bæjarstjóra sem lagður verður fyrir bæjarráð og síðar staðfestur af bæjarstjórn. Við væntum þess að bæjarstjóri og bæjarstjórn eigi farsælt samstarf íbúum sveitarfélagsins til heilla.? Þetta segir í fréttatilkynningu sem barst í dag.

Mynd: Úr safni.

Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is