Sigurbjörgin og Mánabergið


Landað var úr frystiskipum Ramma á Siglufirði fyrir og um helgina. Þetta voru fyrstu blönduðu veiðiferðir þeirra hér á heimamiðum eftir þorskveiði í Barentshafi og makrílveiði hér við land nú í sumar og haust. Sigurbjörgin var einungis 17 daga í veiðiferðinni, þar sem skipið fór í slipp á Akureyri eftir makrílvertíðina. Afli úr sjó var 279 tonn, mest þorskur og karfi en einnig veiddist lítilsháttar af grálúðu og ufsa. Mánabergið var 25 daga á veiðum og afli úr sjó 569 tonn, mest þorskur, karfi, ýsa og ufsi.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is