Sigurbjörgin kveður


Sig­ur­björg ÓF 1 kom til Siglufjarðar úr síðustu veiðiferð sinni fyrir Ramma hf. á þriðjudag. Eftir löndun á Hafnarbryggjunni var skipinu siglt til Ólafsfjarðar. Sig­ur­björg­in var smíðuð árið 1979 í Slipp­stöðinni á Ak­ur­eyri og var á sín­um tíma stærsta fiski­skip sem byggt hafði verið hér á landi. Þetta má lesa á Mbl.is nú í kvöld.

Mynd: Úr safni. Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is