Sigraði í Mottukeppninni


Kristján Björn Tryggvason sigraði með yfirburðum í Mottukeppni Mottumars, en hann safnaði alls um 1,6 milljónum króna. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að þetta sé í sjötta skipti sem Kristján Björn taki þátt í áheitakeppni Mottumars, en alls hafi hann safnað um fimm milljónum króna. Vísir.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar.

Kristján Björn er fæddur árið 1981, sonur Tryggva Björnssonar, sem er fæddur 1949 á Siglufirði, sonur Höllu Jóhannsdóttir kaupkonu og Björns Tryggvasonar.

Mynd: Krabbameinsfélagið / Vísir.is.
Texti: Vísir.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is