Sigraði á Meistaramóti BH


Sólrún Anna Ingvarsdóttir varð í 1. sæti á Meistaramóti BH (Badmintonfélags Hafnarfjarðar), sem fram fór um síðustu helgi. Mótið er hluti af Hleðslubikar badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista þess. Í einliðaleik kvenna spiluðu til úrslita Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, TBR, og Sólrún Anna, sem er í BH, og vann Sólrún Anna leikinn 21-19 og 21-19.

Sólrún Anna er fædd 11. desember 1999. Foreldrar hennar eru Sigurlaug Ragna Guðnadóttir og Ingvar Erlingsson.

Þess má að auki geta að um komandi helgi er Sólrún Anna að fara að keppa í Slóveníu á VICTOR Slovenia Future Series, sem er alþjóðlegt mót.

Siglfirðingur.is óskar þessum unga og knáa Siglfirðingi innilega til hamingju.

Mynd: Af heimasíðu Badmintonsambands Íslands.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]