Sigmar Magnússon 95 ára


Sigmar Magnússon, sem lengi vann á Hólsbúinu, er 95 ára í dag, 13. júní. Hann er fæddur í Hringverskoti í Ólafsfirði, sonur Magnúsar Sigurðar Sigurðssonar bónda (sem varð 81 árs) og Ásu Ingibjargar Sæmundsdóttur (sem varð 93 ára). Kona Sigmars var Bára Stefánsdóttir, sem lést fyrir rúmum tveimur árum, 93 ára að aldri. Þau bjuggu síðustu ár á Vetrararbraut 15. Synir Sigmars og Báru eru Magnús Steinar, f. 1947, og Sigursveinn Stefán, f. 1951.

Sigmar dvelur nú á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar og meðfylgjandi ljósmynd var tekin þar um kl. 14.00 í dag, í veislu sem haldin var honum til heiðurs.

Siglfirðingur.is óskar honum innilega til hamingju með daginn.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is