Siglunesviti


Árið 1908 var byggður viti á Siglunesi eftir sömu teikningu og Dalatangaviti …

Á hinn 6,5 m háa Siglunesvita var sett danskt ljóshús og 500 mm katadíoptrísk snúningslinsa úr gamla vitanum á Reykjanesi ásamt lóðatækjum til að snúa henni og steinolíulampi. Árið 1926 voru látin gasljóstæki í vitann og knúði gasþrýstingur linsuna í hringi. Vitinn var rafvæddur árið 1961 og fékk straum frá ljósavélum allt fram til ársins 1992 að sólarrafstöðvar voru settar á vitann og vindrafstöð ári síðar. Gamla snúningslinsan var fjarlægð við sólarrafvæðingu og í stað hennar sett snúningslinsa úr plasti en hún var tekin árið 1995 og föst 300 mm plastlinsa látin í hennar stað. Snúningslinsan er höfð til sýnis hjá Siglingastofnun Íslands í Kópavogi. Siglunesviti var í upphafi hvítur að lit, með rauðri rönd ofarlega á veggjum, en var síðar meir málaður gulur.

Íbúðarhús fyrir vitavörð var byggt við vitann árið 1911. Húsið, sem var steinsteyptur kjallari og bárujárnsklædd hæð með risþaki, hefur verið rifið. Fastri búsetu vitavarðar á Siglunesi var hætt árið 1992.

Fyrir áhugasöm er svo ítarefni hér, eftir Örlyg Kristfinnsson.

Teikning að Dalatangavita og þá um leið Siglunesvita.

Siglunesviti

Landtökuviti í eigu og umsjón Siglingastofnunar Íslands.

Staðsetning: 66°11,6? n.br., 18°49,3? v.lgd.

Ljóseinkenni: Fl W 7,5 s.

Sjónarlengd: 12 sjómílur.

Ljóshæð yfir sjávarmáli: 51 m.

Vitahæð: 9,7 m.

Byggingarár: 1908.

Byggingarefni: Steinsteypa.

Hönnuður: Thorvald Krabbe verkfræðingur.

Vitaverðir

Þórður Þórðarson

Þórður Bjarnason

Grímur Hálfdanarson Snædal

Jón Þórðarson

Erlendur Magnússon

Einar Ásgrímsson

Stefán Einarsson

fæddur 18.05. 1869

fæddur 29.10. 1879

fæddur 17.05. 1878

fæddur 10.12. 1910

fæddur 21.10. 1930

fæddur 29.05. 1904

fæddur 14.01. 1948

starfstími    1908-1923

starfstími    1923-1928

starfstími    1928-1942

starfstími    1942-1958

starfstími    1958-1968

starfstími    1968-1978

starfstími    1978-?

Siglunesviti og íbúðarhús. Myndin er tekin árið 1912.

Siglunesviti. Myndin er tekin 8. ágúst 2004.

[Orðréttur kafli úr bókinni
Vitar á Íslandi
. Höfundar eru Guðmundur
Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson og Kristján Sveinsson, og útgefandi
Siglingastofnun Íslands, Kópavogi, 2002. Endurbirt hér með leyfi.]

Nýrri mynd af Siglunesvita: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is