Siglufjörður í mistri


Veðurstofan hefur birt á vefsíðu sinni kort sem sýna líklega gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni næstu daga. Textaspáin fyrir daginn í dag hljómaði svo: „A-læg átt og má búast við gasmengun á hálendinu vestan gosstöðvanna. Mengunarsvæðið markast af Langjökli í vestri og Tindfjöllum í suðri. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði. Gildir til hádegis á morgun, fimmtudag.” Sjá nánar hér.

Jón Steinar Ragnarsson skrifar þetta á Facebook í dag: „Aldrei hélt ég að kæmi að því að maður óskaði eftir norðanátt, en nú er það orðið svo. Goseymurinn hefur verið að ágerast hér á Siglufirði undanfarna þrjá til fjóra daga. Fyrst sást hann sem mistur til fjalla, en nú er þokukennt í bænum og maður finnur brennisteinskeim í kverkum eftir að vera úti.
 Ekki ósvipað andrúmsloft og rétt eftir að flugeldabrjálæðinu lýkur um miðnættið á gamlárskvöld í höfuðborginni.”

Sumsé, gasmengunin er komin yfir Tröllaskaga og ætlar víðar.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is