Siglufjörður í kvöldstillunni


Í morgun og fram eftir degi var hvasst í Siglufirði og rigndi töluvert
en kvöldið var lognkyrrt, og þá tilkomumikið að líta yfir bæinn af
Saurbæjarásnum og annarsstaðar þar sem ljósin sáust speglast í
haffletinum.

En svo er víst einhver ókyrrð framundan, á að taka að blása síðdegis á morgun, vera norðaustan 10-18 annað kvöld og slydduél.
Hiti 0 til 5
stig. Og norðaustan 15-23 m/s á laugardag.

Þá verður ánægjulegt að minnast hvernig þetta var undir nóttina.

Hitt stöndum við af okkur.

Kvöldið var sannarlega lognkyrrt og fagurt.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is