Siglufjörður í auglýsingu hins virta fyrirtækis 66°NORÐUR


Myndir af Siglufirði leynast víða, enda margt fólk sem tengist hingað
órjúfanlegum böndum, m.a. vegna síldaráranna. En að hann sé notaður í
auglýsingum virtra fyrirtækja á 21. öld er ekki beint daglegur
viðburður.

Sú er þó reyndin, a.m.k. hvað eitt varðar. Um er að ræða 66°NORÐUR.

Þar sést telpa í rauðri og svartri flík og í bakgrunni er suðurbærinn okkar.

Sjá hér.

Gaman að þessu, og heiður.

Heimasíða fyrirtækisins er mjög svo áhugaverð og um ýmislegt má þar fræðast, t.d. persónur úr norrænni goðafræði, auk hins vandaða og rómaða fatnaðar.

Hér er myndin sem um ræðir.

Myndin er tekin af heimasíðu fyrirtækisins, 66north.is/thjonusta/.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is