Siglufjarðarvegur lokaður


Siglu­fjarðar­veg­ur er lokaður vegna snjóflóða, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni en á vef Veður­stofu Íslands seg­ir að það sé tölu­verð hætta á snjóflóðum á ut­an­verðum Trölla­skaga.

„Spáð er hvassri N-átt með snjó­komu næsta sól­ar­hring­inn. Tals­vert hef­ur einnig snjóað und­an­farið. Bú­ast má við snjósöfn­un til fjalla hlé­meg­in við norðanátt­ina og gæti snjóflóðahætta auk­ist,“ seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar og gild­ir þessi spá til klukk­an 16 í dag.

Mbl.is greinir frá.

Mynd: Vegagerðin.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is