Siglufjarðarvegur lokaður


Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs, að því er lesa má á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar. Í Siglufirði hefur gengið á með éljum undanfarnar klukkustundir. Þá hefur óvissustigi verið lýst yfir hvað snjóflóð á Múlavegi varðar.

Spá Veðurstofunnar fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: „Norðan 10-15 og él, en 18-23 og snjókoma í kvöld. Norðaustan 10-18 og él síðdegis á morgun. Frost 0 til 6 stig.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Norðan 8-13 og él, en 15-20 og snjókoma V-til í kvöld. Frost 0 til 8 stig. Norðaustan 15-20 og snjókoma í fyrramálið, talsvert hægari og él síðdegis á morgun.“

Mynd: Vegagerðin.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is