Siglufjarðarsyrpan verður að þáttum


Enn eru spennandi hlutir að gerast í kringum Ragnar Jónasson og bækur hans, því nú hefur breski fram­leiðand­inn On the Corner tryggt sér rétt­inn á Siglu­fjarðars­yrpu hans. On the Corner hlaut ný­verið Óskars- og BAFTA-verðlaun­in fyr­ir heim­ild­ar­mynd­ina um Amy Winehou­se. Þá hlaut forsprakki fyrirtækisins, Jolyon Symonds, BAFTA-verðlaunin fyrir sjónvarpsmyndina Complicit sem gerð var fyrir  Channel 4 í Bretlandi og einnig hefur hann nýlokið við leikna sjónvarpsseríu fyrir BBC1.

Fyrsta bókin í Siglufjarðarsyrpu Ragnars Jónassonar hefur notið mikilla vinsælda eftir að hún kom út á ensku fyrir tæpu ári. Hún fór í efsta sæti á metsölulista Amazon í Bretlandi og Ástralíu, var á fjölmörgum árslistum enskra fjölmiðla og bloggara, meðal annars var hún valin ein af átta bestu glæpasögum ársins hjá  Independent. The Times sagði að breskir glæpasagnaunnendur þekktu tvo frábæra íslenska höfunda, Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur en hér væri sá þriðji kominn, Ragnar Jónasson. Þá skrifaði gagnrýnandi Sunday Express að Ragnar hefði hleypt nýju lífi í norrænu glæpasöguna.

On the Corner stefnir að því að taka upp þáttaraðirnar á sögusviði bókannar á Íslandi.

Sjá nánar hér (Mbl.is) og hér (Menningin á RÚV). Sem og hér.

Mynd: Skjáskot úr Menningunni á RÚV fyrr í kvöld.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected].

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]