Siglufjarðarskarð


Siglufjarðarskarð hefur ekki verið opið í þrjú sumur í röð og furða margir sig á því. Snjór er ekki mikill þar efra, eins og sjá má af meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var í Hraunadal fyrir rúmri viku. Og þótt september heilsi bráðum er ekki þar með sagt að byrji að snjóa fyrr en í október eða nóvember eða jafnvel desember. Því er hér með skorað á Vegagerðina að renna í gegn um þessi stuttu höft sem á veginum eru svo að fólk megi njóta þess að aka hina gömlu leið í nokkrar vikur með tilheyrandi útsýni.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is