Siglufjarðarskarð enn lokað


Ekki er búið að opna veginn yfir Siglufjarðarskarð en það er á döfinni engu að síður. Það sem gerir mönnum erfitt fyrir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, er að óvenjumikill snjór er uppi, einkum Skagafjarðarmegin.  Á meðfylgjandi ljósmyndum, sem teknar voru í gær, þriðjudag, sést hvernig umhorfs er.

 Svona er vegurinn Siglufjarðarmegin.

Og þetta er Skagafjarðarmegin.

Gert er ráð fyrir að upp úr miðjum júli verði farið í að ryðja.

Töluverð umferð er á þessari leið á sumrin, enda útsýni mikilfenglegt og ýmis blóm þar kunna að gleðja augað, sé áhugi fyrir hendi. Mætti þar nefna sem dæmi Íslandssóley, en það er dvergvaxið afbrigði brennisóleyjar, og eins hina undurfögru jöklasóley, sem fátt ef þá nokkurt jafnast á við í plönturíkinu íslenska.

joklasoley 500

Jöklasóley, eitthvert fegursta og sjaldgæfasta blóm á Íslandi.

Myndin var tekin í Siglufjarðarskarði 6. ágúst 2009.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]