Siglufjarðarsaga í The Irish Times


Hið virta írska dagblað The Irish Times birti í gær grein eftir Ragnar Jónasson rithöfund um Snjóblindu, sem kom formlega út í bókarformi á Bretlandseyjum í gær undir heitinu Snowblind. Bókin hafði fyrir skömmu verið aðgengileg sem rafbók á hinni bresku vefverslun Amazon og komist þar í toppsæti. Þá var hún einnig gefin út í takmörkuðu upplagi innbundin og seldist strax upp. Fyrsta upplag kiljunnar er á þrotun og endurprentun hafin.

Í greininni í The Irish Times segir Ragnar frá sögusviði Snjóblindu, Siglufirði, tengslum sínum við bæinn og ritstörfum afa síns og nafna, Þ. Ragnars Jónassonar. Greinin í heild er hér.

Í fyrradag fékk bókin mjög lofsamlega dóma í breska dagblaðinu Express sem ein af bestu nýju bókum vikunnar (sjá hér).

Rætt var við Ragnar í gærkvöldi á Mbl.is um velgengni Snjóblindu o.fl. (sjá hér). Þar kemur fram að Siglufjarðarbækur hans verði gefnar út í Póllandi.

Texti: Sigurður Ægisson.
Mynd: Skjáskot af forsíðu bókmenntasíðu Irish Times.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is