Siglufjarðarprestakall á páskadag


Hátíðarguðsþjónusta verður í Siglufjarðarkirkju á páskadag, 21. apríl, kl. 08.00 að morgni. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir prestur í Glerárkirkju á Akureyri prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Siglufjarðar syngur. Undirleikari og stjórnandi verður Rodrigo J. Thomas. Hátíðarmorgunverður verður í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu, í boði Systrafélags Siglufjarðarkirkju.

Sama dag kl. 10.30 verður svo helgistund á sjúkrahúsinu.

Kertamessan, sem vera átti á morgun, skírdag, fellur hins vegar niður af óviðráðanlegum orsökum.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]