Siglufjarðarmyndir á sýningu


Ljósmyndasýningin ?Þjóðin, landið og lýðveldið? var opnuð í Minjasafninu á Akureyri í gær. Hún kemur frá
Þjóðminjasafni Íslands og samanstendur af ljósmyndum Vigfúsar
Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958. Á henni má sjá landslagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf og margt fleira. Þar á meðal eru myndir frá Siglufirði.

Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984) lærði ljósmyndun á Akureyri hjá Hallgrími Einarssyni 1920 til 1923 og rak ljósmyndastofu þar í bæ frá 1923-1936. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð.

Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans ?Ísland í myndum? var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit.

Sýningin stendur til 26. apríl næstkomandi.

Sjá nánar hér.

Sveinn Björnsson ávarpar Siglfirðinga

af svölum húss Þormóðs Eyjólfssonar forseta bæjarstjórnar

á Hlíðarvegi 1944. Braggarnir sitthvoru megin við húsið

voru hluti af Campi Breta og síðar Bandaríkjamanna.

Sveinn Jóhannesson díxilmaður reiðir díxil til höggs

á síldarstöð á Siglufirði árið 1938.


Myndir: Fengnar úr Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 27. mars 2011, bls. 29, en þar er fjallað um sýninguna.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is; unnið upp úr frétt á http://www.akureyri.is/frettir/nr/16539 og myndatextarnir fengnir úr áðurnefndu Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is